• 300 g Hälsans kök grænmetisborgarar
  • 4 stk pítubrauð (gjarnan spelt pítubrauð)
  • 4 tómatar
  • 1 rauðlaukur
  • 1 salatblöð(ruccola,kínakál eða annað gott salat)
  • ½ gul eða rauð paprika

Fetaostamauk
200 g fetaostur
2 dl hreint  jógúrt eða sýrður rjómi (10%)
Svartur pipar
Einnig má nota góða pítusósu.


Aðferð
Hitið upp grænmetisborgarana á grillpönnu eða fylgið leiðbeiningum á umbúðum.
Skerið tómata, rauðlauk og papriku í sneiðar og rífið salatið ef við á, gróft niður. Maukið saman sýrðan rjóma og fetaostin með sleif eða létt í mixer og kryddið til með svörtum pipar. Hitið pítubrauðin í ofni í nokkrar mínutur. Fyllið brauðin með Hälsans kök grænmetisbuffi salati, tómötum, lauk og papriku og endið á fetaostmauki eða pítusósu.